Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krýsuvík

Síðustu nótt (15-Júlí-2017) var jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki tengjast sjálfri eldstöðinni heldur rekbeltinu sem þarna er til staðar.


Jarðskjálftavirknin í Krýsuvík síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Það lítur út fyrir að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á þessu svæði en undanfarið hefur einnig verið rólegt eftir talsvert mikla jarðskjálftavirkni á undanförnum árum. Síðasta stóra jarðskjálftavirkni í Krýsuvík var á árinu 2000 (nokkrir jarðskjálftar stærri en 5,0 urðu) og aftur árið 2008 (nokkrir jarðskjálftar stærri en 4,0 urðu) í kjölfarið á suðurlandsskjálftunum.