Í gær (20-Júní-2020) klukkan 19:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst yfir mjög stórt svæði og komu inn tilkynningar frá Kópavogi og síðan Ísafirði um að jarðskjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftinn fannst mjög vel þar sem ég er staðsettur en ekkert tjón varð vegna fjarlægðar frá upptökum jarðskjálftans. Þessi jarðskjálfti olli því að mikið var um grjótskriður í kjölfarið á jarðskjálftanum. Því hefur verið gefin út viðvörun um hættu á grjóthruni í fjöllum ef að annar jarðskjálfti verður. Á Flateyjar misgeningu er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,1. Þar hefur ekki orðið svo stór jarðskjálfti síðan árið 1755 og því er uppsöfnuð spenna þar mjög mikil. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 72 jarðskjálftar sem eru með stærðina Mw3,0 og stærri. Meira en 2000 jarðskjálftar hafa mælst síðan á Föstudaginn 19-Júní-2020. Jarðskjálftavirknin kemur í bylgjum og þegar þessi grein er skrifuð er minni jarðskjálftavirkni á svæðinu en hefur verið undanfarna klukkutíma. Síðasti stóri jarðskjálfti varð árið 1976 með stærðina Mw6,3 í austari hluta Tjörnesbrotabeltisins. Síðast var stór jarðskjálfti með stærðina Mw7,1 í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins árið 1963.
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það eru mjög margir jarðskjálftar að eiga sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum á Hvammstanga (mælir 1).
Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum á Hvammstanga (mælir 2).
Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,6 eins og hann kom fram á tölvunni sem ég nota til þess að fylgjast með jarðskjálftavirkni.
Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftavirkni mun þróast á næstunni en hættan á stórum jarðskjálfta er ennþá til staðar og er mjög há núna og það mun væntanlega ekki breytast fyrr en þessi jarðskjálftahrinu er lokið ef að stór jarðskjálfti verður ekki í þessari jarðskjálftahrinu.