Samkvæmt fréttum frá Veðurstofu Íslands og Rúv þá er þensla hafin aftur við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga eftir nokkrar vikur af lítilli virkni á þessu svæði og engri þenslu. Þenslan er lítil á þessari stundu en það gæti breyst án nokkurar viðvörunar. Það er ekki víst að þarna verði mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði þar sem svæðið er nú þegar mjög mikið þanið út en mesta hættan er á jarðskjálftum í jaðrinum á þessu svæði og þar er mesta hættan á jarðskjálfta sem gæti náð stærðinni Mw6,0 en það er ekki hægt að segja til um það hvernig staðan er á þessu svæði vegna þess hversu mörg misgengi eru á þessu svæði vegna eldstöðva og rekdalsins sem þarna er (dalurinn er fullur af hrauni).
Í gær var jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast á næstu dögum og vikum með neinni vissu. Þar sem þarna hefur ekki orðið eldgos í hátt í 800 ár. Það er ekki vitað hvernig eldstöðin er þegar þarna verður eldgos og þensla á sér stað.
GPS gögn er að finna hérna.
Fréttir af þessu
Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný (Rúv)
Vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn (Vísir.is)