Síðan snemma í morgun (18-Maí-2020) hefur verið smá aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Síðustu vikur þá hefur verið sig á svæðinu og þensla hefur stöðvast á þessu svæði sem nær frá eldstöðinni Reykjanes og til Krýsuvíkur. Svona atburðir og hegðun í eldstöð er eitthvað sem má búast við (sjá Kröfluelda og eldstöðina Krafla árin 1980 til 1984).
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Fyrir utan þessa virkni þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi síðusta mánuðinn og það er hugsanlegt að svo verði áfram. Þetta gerist reglulega á Íslandi.
Styrkir
Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það tryggir að ég geti haldið þessari vefsíðu uppi og gangandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂