Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu nóttina 20 Apríl 2020

Nóttina 20-Apríl 2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og er þetta sterkasti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í Janúar 2020 og hægt er að lesa um þann jarðskjálfta hérna.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom jarðskjálftinn fram á jarðskjálftamælunum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á fyrsta jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á seinni jarðskjálftamælinum mínum.

Þarna sést mjög mikil hreyfing í jarðskorpunni sem verður að teljast eðlilegt þar sem Bárðarbunga er að þenjast út eftir að eldstöðin hrundi í eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 og 2015.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkana hérna á vefsíðunni eða með því að versla við Amazon. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftaviðvörun fyrir Reykjanes og Reykjavík

Í dag (11-Apríl 2020) varð jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan norðan við Gridavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan hefur gefið út jarðskjálftaviðvörun fyrir Reykjanesið og Reykjavík þar sem það er hætta á jarðskjálfta sem getur náð allt að stærðinni Mw6,3. Það er hinsvegar ekki mögulegt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði annað en hugsanlega á næstunni. Ástæða fyrir viðvörunni er að kvikuinnskotið er að breyta spennustigi í jarðskorpunni á svæðinu og er að þrýsta á misgengi sem þarna eru þangað til að þau brotna án nokkurar viðvörunnar.

Frétt Rúv

Fólk þarf að búa sig undir skjálfta nærri sex að stærð

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mig og mína vinnu með því að nota Amazon eða með því að nota PayPal. Styrkir hjálpa mér að halda úti þessar vefsíðu og lifa venjulegu lífi þess á milli. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (04-Apríl 2020) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Eldey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,3 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd þeim atburðum sem eru núna að eiga sér stað í eldstöðinni norðan við Grindavík og í eldstöðinni Reykjanes og núna er þetta bæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Það verður jarðskjálftavirkni þarna til lengri tíma og ég mun ekki skrifa um alla þá virkni sem þarna mun eiga sér stað.

Yfir 6000 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá upphafi Janúar 2020

Nýjustu fréttir frá Veðurstofunni eru að það hafa mælst yfir 6000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðan í upphafi Janúar 2020 í eldstöðinni Reykjanes. Þetta er mesti fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst þarna síðan jarðskjálftamælingar hófust á þessu svæði árið 1991. Þá hafa einnig mælst þrjú kvikuinnskot á þessu svæði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands og það er mín skoðun að fjórða (og fimmta?) kvikuinnskotið er við Eldey úti á Reykjaneshrygg þó að ekki sé hægt að sanna neitt í slíku vegna skorts á GPS mælingum og því eru kvikuinnskot þar ekki eins greinanleg og á landi.


Jarðskjálftavirknin norðan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu daga hafa komið fram jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og Mw3,1. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram á þessu svæði. Þensla á þessu svæði hefur náð 60mm til 70mm en þenslan er að eiga sér stað yfir stórt svæði og það er farið að opna gamlar sprungur og færa til gömlum misgengi sem þarna eru. Afleiðinganar verða jarðskjálftar vegna þeirra breytinga sem þenslan veldur á misgengjum á þessu svæði.

Fréttatilkynningar Veðurstofu Íslands

Rannsaka þarf núverandi virkni á Reykjanesskaganum heildstætt
Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu hérna geta gert það með því að nota PayPal takkann á síðunni. Styrkir hjálpa mér að vinna við þetta og reka þessa vefsíðu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂