Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í gær (28. Mars 2020)

Í gær (28-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta var stutt jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,5 og það urðu samtals sjö jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 að stærð. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ekki lengur nein jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að jarðskjálftavirknin sé tengd jarðskjálftavirkninni norður af Grindavík. Það er óljóst hvort að þetta sé eldstöðin Reykjanes eða hvort að þetta er önnur eldstöð (Eldey).

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftahrina vestur af Kópaskeri

Í dag (27-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina snemma í morgun vestur af Kópaskeri. Þessi jarðskjálftahrina virðist að mestu verið lokið þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin og tengist ekki neinum kvikuhreyfingum heldur er hérna aðeins um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni á þessu svæði. Það hafa orðið jarðskjálftahrinur á þessu svæði undanfarna mánuði.

Tveir sterkir jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (25-Mars 2020) urðu tveir sterkir jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og stærðina Mw3,9. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en það er áframhaldandi virkni á þessu svæði en virknin þarna kemur fram í hrinum og það eru engin merki um að farið sé að draga úr virkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á svæðinu í kringum Grindavík þó svo að umrædd þensla sé minni en sú þensla sem var í gangi í upphafi Janúar. Það útskýrir jarðskjálftavirknina á svæðinu undanfarið. Jarðskjálftavirkni kemur fram í hrinum og er rólegt á milli jarðskjálftahrina. Það virðist vera að verða styttra á milli hrina og jarðskjálftar eru að verða stærri, það er ekki alveg ljóst afhverju það er.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (20-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinunni er lokið þegar þessi grein er skrifuð. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina var vegna spennu í jarðskorpunni eða vegna kvikuhreyfinga.


Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík eldstöðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur á þessu svæði síðustu vikur eftir að þenslan og jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni Reykjanes (Þorbjörn) en það er ekki vitað hvort að þessi virkni í Krýsuvík tengist virkninni í eldstöðinni Reykjanes.

Aukning í jarðskjálftum við Þorbjörn (Reykjanes eldstöðin)

Þann 19-Mars 2020 varð jarðskjálftahrina norðan við Grindavík (Þorbjörn) í eldstöðinni Reykjanes. Í þessari jarðskjálftahrinu urðu nokkur hundruð jarðskjálftar og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0, Mw3,2 og Mw3,3 og þarna varð talsvert af jarðskjálftum á mjög grunnu dýpi og það er ekki almennilega þekkt afhverju það er að eiga sér stað núna. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna en jarðskjálftavirknin sem þarna verður kemur í hrinum og það er mismunandi milli hrina hversu stórar og langar þær eru.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á þessu svæði og það veldur jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það sem virðist vera að gerast núna er að meiri virkni á sér stað yfir stærra svæði. Þegar þessi grein er skrifuð eru ekki nein merki þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið.

Jarðskjálftamælar

Ég er búinn að koma jarðskjálftamælunum mínum aftur í gang eftir talsverðar bilanir undanfarið. Ég þurfti að færa hugbúnaðinn (stýrikerfið) frá Windows yfir í Debian Linux þar sem Windows 10 einfaldlega virkar ekki nógu vel fyrir þann hugbúnað sem ég er að nota. Stefnan er að færa aðal tölvuna yfir á Debian Linux en ég veit ekki hvenær sá flutningur getur orðið vegna gagna sem þarf að flytja á milli (ásamt öðrum vandamálum sem ég þarf að leysa áður en þetta er mögulegt). Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum hérna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (18-Mars 2020) klukkan 10:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti varð upphafið af jarðskjálftahrinu á þessu svæði og er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er aftur farin að aukast á þessu svæði á Reykjanesskaga en þensla á þessu svæði er byrjuð aftur en minni en áður. Það gæti breyst eftir því sem tíminn líður. Ég náði ekki að mæla þennan jarðskjálfta þar sem jarðskjálftamælanetið mitt er bilað en ég hef verið að reyna að gera við það síðustu daga en Microsoft hefur slökkt á þeim möguleika að nota Windows XP og Windows Vista. Ég er að vinna að lausn á þessu vandamáli en það tekur bara smá tíma að koma þeirri lausn í gagnið.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Ég er mjög blankur núna í seinni hlutann í Mars. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 við Þorbjörn (Fagradalsfjall)

Í dag (12. Mars 2020) klukkan 10:25 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 við Fagradalsfjall austan við Grindavík (eldstöðin Reykjanes). Þessi jarðskjálfti fannst á stóru svæði. Það virðist sem að þessi jarðskjálfti sé í beinum tengslum við þenslu sem á sér stað þarna.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,2 við Fagradalsfjall. Hægt er að nota myndina ef heimilda er getið.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,2 við Fagradalsfjall. Hægt er að nota myndina ef heimilda er getið.


Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall í kjölfarið á Mw5,2 jarðskjálftanum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall í kjölfarið á Mw5,2 jarðskjálftanum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði og það mun líða talsverður tími þangað til að virknin fer að róast á þessu svæði. Þegar þessi grein er skrifuð eru engin merki um það að kvika sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborð. Það er óljóst hvort að það muni breytast en þegar þessi grein er skrifuð hafa engin slík merki sést.

Jarðskjálfti í Grímsfjalli í gær (06. Mars 2020)

Í gær (06. Mars 2020) varð jarðskjálfti í Grímsfjalli með stærðina Mw3,1 en enginn annar jarðskjálfti kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn í Grímsfjalli (græn stjarna). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftir eldgosið í Maí 2011 þá eru ennþá nokkur ár í að það muni gjósa í Grímsfjalli aftur. Hvenær slíkt eldgos verður er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Styrkir

Ef fólk vill styrkja mína vinnu. Þá er hægt að gera það með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni til þess. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Ég afsaka skort á greinum undanfarið en ég hef verið að flytja og það tekur bæði tíma og mikla orku að flytja og taka upp úr kössum. Ég hef tímabundið gert við jarðskjálftamælinn á Hvammstanga og er hægt að sjá það sem hann mælir hérna.

Almennt yfirlit um stöðina í eldstöðinni Reykjanes

Það hefur almennt ekki orðið mjög mikil breyting á virkni í eldstöðinni Reykjanes undanfarnar vikur. Jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti stöðvast norð-austan við Grindavík á sama tíma og þensla hætti á þessu svæði en þenslan er núna í um 55mm samkvæmt nýjustu GPS mælingum. Jarðskjálftavirkni heldur áfram á þessu svæði. Það virðist sem að stórir jarðskjálftar verði núna í vestari hluta þess svæðis sem er núna virkt. Á sama tíma hefur virknin róast á austari hluta þessa svæðis sem er núna virkt. Stærsti jarðskjálftinn á Miðvikudaginn var með stærðina Mw3,4. Það er hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi þegar þessi grein er skrifuð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar á mjög skömmum tíma ef eitthvað gerist á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni gæti verið að aukast aftur við Grindavík en það er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.