Aukning í jarðskjálftum við Þorbjörn (Reykjanes eldstöðin)

Þann 19-Mars 2020 varð jarðskjálftahrina norðan við Grindavík (Þorbjörn) í eldstöðinni Reykjanes. Í þessari jarðskjálftahrinu urðu nokkur hundruð jarðskjálftar og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0, Mw3,2 og Mw3,3 og þarna varð talsvert af jarðskjálftum á mjög grunnu dýpi og það er ekki almennilega þekkt afhverju það er að eiga sér stað núna. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna en jarðskjálftavirknin sem þarna verður kemur í hrinum og það er mismunandi milli hrina hversu stórar og langar þær eru.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á þessu svæði og það veldur jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það sem virðist vera að gerast núna er að meiri virkni á sér stað yfir stærra svæði. Þegar þessi grein er skrifuð eru ekki nein merki þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið.

Jarðskjálftamælar

Ég er búinn að koma jarðskjálftamælunum mínum aftur í gang eftir talsverðar bilanir undanfarið. Ég þurfti að færa hugbúnaðinn (stýrikerfið) frá Windows yfir í Debian Linux þar sem Windows 10 einfaldlega virkar ekki nógu vel fyrir þann hugbúnað sem ég er að nota. Stefnan er að færa aðal tölvuna yfir á Debian Linux en ég veit ekki hvenær sá flutningur getur orðið vegna gagna sem þarf að flytja á milli (ásamt öðrum vandamálum sem ég þarf að leysa áður en þetta er mögulegt). Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum hérna.