Tveir sterkir jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (25-Mars 2020) urðu tveir sterkir jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og stærðina Mw3,9. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en það er áframhaldandi virkni á þessu svæði en virknin þarna kemur fram í hrinum og það eru engin merki um að farið sé að draga úr virkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á svæðinu í kringum Grindavík þó svo að umrædd þensla sé minni en sú þensla sem var í gangi í upphafi Janúar. Það útskýrir jarðskjálftavirknina á svæðinu undanfarið. Jarðskjálftavirkni kemur fram í hrinum og er rólegt á milli jarðskjálftahrina. Það virðist vera að verða styttra á milli hrina og jarðskjálftar eru að verða stærri, það er ekki alveg ljóst afhverju það er.