Í gær (06. Mars 2020) varð jarðskjálfti í Grímsfjalli með stærðina Mw3,1 en enginn annar jarðskjálfti kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og engin breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.
Jarðskjálftinn í Grímsfjalli (græn stjarna). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eftir eldgosið í Maí 2011 þá eru ennþá nokkur ár í að það muni gjósa í Grímsfjalli aftur. Hvenær slíkt eldgos verður er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.
Styrkir
Ef fólk vill styrkja mína vinnu. Þá er hægt að gera það með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni til þess. Takk fyrir stuðninginn. 🙂