Áframhaldandi jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Ég afsaka skort á greinum undanfarið en ég hef verið að flytja og það tekur bæði tíma og mikla orku að flytja og taka upp úr kössum. Ég hef tímabundið gert við jarðskjálftamælinn á Hvammstanga og er hægt að sjá það sem hann mælir hérna.

Almennt yfirlit um stöðina í eldstöðinni Reykjanes

Það hefur almennt ekki orðið mjög mikil breyting á virkni í eldstöðinni Reykjanes undanfarnar vikur. Jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti stöðvast norð-austan við Grindavík á sama tíma og þensla hætti á þessu svæði en þenslan er núna í um 55mm samkvæmt nýjustu GPS mælingum. Jarðskjálftavirkni heldur áfram á þessu svæði. Það virðist sem að stórir jarðskjálftar verði núna í vestari hluta þess svæðis sem er núna virkt. Á sama tíma hefur virknin róast á austari hluta þessa svæðis sem er núna virkt. Stærsti jarðskjálftinn á Miðvikudaginn var með stærðina Mw3,4. Það er hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi þegar þessi grein er skrifuð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar á mjög skömmum tíma ef eitthvað gerist á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni gæti verið að aukast aftur við Grindavík en það er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.