Hættulegar gastegundir mælast við eldstöðina Reykjarnes

Í dag í fréttum var tilkynnt að hættulegar gastegundir hefðu mælst í hellum við eldstöðina Reykjanes á Reykjanesskaga. Þessi breyting bendir til þess að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna og mögulega á 1 km dýpi eða minna. Slæma veðrið undanfarna klukkutíma hefur komið í veg fyrir að litlir jarðskjálftar hafi mælst á þessu svæði almennilega. Það hefur ekki verið nein breyting á jarðskjálftavirkni á þessu svæði og þensla er í kringum 60mm og hefur verið þar undanfarna daga.

Fréttir af þessu

Lífshættuleg breyting milli vikna en enginn gosórói (Rúv.is)