Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (17. Febrúar 2020) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes sem er staðsett vestan við Þorbjörn sem er við Grindavík. Megnið af þessari jarðskjálftavirkni er mjög litlir jarðskjálftar og stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina Mw2,8. Fleiri en 160 jarðskjálftar hafa átt sér stað í dag. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi á þessu svæði og þessi tala mun því breytast hratt.


Jarðskjálftavirknin við eldstöðina Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á þessu svæði og sérstaklega við Þorbjörn þar sem þenslan er orðin meiri en 60mm en ég hef ekki góða hugmynd um það hversu mikil þensla er á þessu svæði núna.

Myndir af virka svæðinu á Reykjanesi

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók af virka svæðinu á Reykjanesi í dag (17. Febrúar 2020). Ég náði því miður ekkert mjög mörgum myndum þar sem það var kalt og hvasst á þessu svæði í dag. Allar myndir eru eftir mig.


Reykjanesið og Atlantshafið. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson


Kletturinn við ströndina. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson


Eldey í fjarska. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson


Gunnuhver á Reykjanesi. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson

Hægt er að sjá fleiri myndir og myndband á Instagram hjá mér hérna.