Jarðskjálftavirkni hefst í eldstöðinni Reykjarnes (vestan við Grindavík)

Í gær (14. Febrúar 2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 vestur af Grindavík. Þetta er bara einn af mörgum jarðskjálftum á þessu svæði sem hafa orðið undanfarið. Jarðskjálftavirkni þarna er núna orðin stöðug og sýnir ekki nein merki um að fara að stöðvast. Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöð sem heitir Reykjanes (langt vestur af Grindavík). Fjallið Þorbjörn er ofan á annari eldstöð. Það virðist sem að báðar eldstöðvar á þessu svæði séu að verða virkar og það er ekki gott.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík. Það sést vel hvernig jarðskjálftavirknin sem tengist eldstöðvum er alltaf Suður-vestur til Norð-austur. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í dag er mjög flókin og þar sem þetta fór ekki þá leið að gjósa strax þá mun þetta ferli taka marga mánuði. Það hefur aðeins dregið úr þenslu á þessu svæði á sama tíma og aukning hefur verið í jarðskjálftavirkni. Það að eldstöðin Reykjanes (vestan við Grindavík) er einnig orðin virk flækir málið ennþá meira þar sem eldgos þar yrðu að mestu leiti úti í sjó og það mun þýða öskugos til lengri eða styttri tíma.