Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í gær (28. Mars 2020)

Í gær (28-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta var stutt jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,5 og það urðu samtals sjö jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 að stærð. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ekki lengur nein jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að jarðskjálftavirknin sé tengd jarðskjálftavirkninni norður af Grindavík. Það er óljóst hvort að þetta sé eldstöðin Reykjanes eða hvort að þetta er önnur eldstöð (Eldey).

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂