Styrkir
Vinsamlegast munið að styrkja mína vinnu ef þið getið. Þar sem styrkir hjálpa mér að reka þessa vefsíðu þannig að ég get skrifað um jarðskjálfta og eldgos sem verða á Íslandi. Ég hef fjarlægt auglýsingar þar sem þær skiluðu litlum tekjum og það er verið að fylgjast mjög mikið með fólki í gegnum auglýsingar. Það þýðir að ég þarf að treysta meira á styrki til þess að halda þessari vefsíðu gangandi og geta skrifað um þá jarðskjálftavirkni og eldgos sem verða á Íslandi. Þetta er nauðsynlegt þegar mikið er að gerast á Íslandi eins og er staðan í dag. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Jarðskjálftavirkni við Grindavík þann 2. Febrúar 2020
Jarðskjálftavirknin við Grindavík heldur áfram eins og hefur verið undanfarið. Stærstu jarðskjálftarnir síðasta sólarhringinn voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,0. Mikið er um minni jarðskjálfta og sjást þeir ekki alltaf strax á sjálfvirka jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Yfir 200 jarðskjálftar hafa átt stað síðan á miðnætti. Yfir 1200 jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan 21. Janúar 2020 þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Þenslan er mjög svipuð og hefur verið og er farin að nálgast 50mm en sveiflast aðeins milli daga (GPS gögn er að finna hérna) og er óljóst afhverju það er. Mest af þenslunni virðist vera í nágrenni við Bláa lónið. Flestir jarðskjálftar eiga sér stað suð-austur af þar sem mesta þenslan á sér stað á sprungu sem suður-vestur og norður-austur. Það er mjög rökrétt staðsetning miðað við þensluna en það vantar alveg jarðskjálftavirkni norðan-vestan við hæsta punkt þar sem þenslan á sér stað.
Jarðskjálftavirknin við Grindavík í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á svæðinu síðan 21. Janúar 2020 til 2. Febrúar 2020. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Svæðið þar sem jarðskjálftar eru núna að eiga sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google.
Jarðskjálftavirknin á svæðinu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það eru engin merki þess ennþá að kvikan sem er að troða sér inn í jarðskorpuna á 3 til 6 km dýpi sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Það er mögulegt að ekki sé nægur þrýstingur ennþá til þess að það gerist. Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Jarðskjálftar munu halda áfram þangað til að þenslan stoppar eða þangað til að eldgos hefst.