Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 norð-vestur af Grindavík

Í dag (11-Febrúar-2020) klukkan 18:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 norð-vestan við Grindavík í eldstöðvarkerfinu Reykjanes. Annar jarðskjálfti varð á sama svæði með stærðina Mw2,6.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er stöðug jarðskjálftavirkni á þessu svæði en þessi jarðskjálftavirkni er í formi lítilla jarðskjálfta og kemur það mér ekki á óvart að svo sé. Sá jarðskjálfti sem varð í dag er á nýju svæði varðandi þetta innskot og þenslu kviku á þessu svæði.

Grein á röngum stað

Af einhverjum ástæðum þá tókst mér að ruglast á vefsíðum og greinin um jarðskjálftann í Henglinum var á vitlausri vefsíðu. Ég hef lagað það núna.