Staðan á jarðskjálftavirkninni við Grindavík þann 3. Febrúar 2020

Í gær (2. Febrúar 2020) þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 klukkan 19:04 rétt utan við Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum svæðum eins og allir jarðskjálftar af þessari stærð sem verða þarna. Í dag (3. Febrúar 2020) hefur að mestu leiti verið rólegt og ekki mikið um stóra jarðskjálfta á svæðinu í kringum Þorbjörn. Sú eldstöð sem er núna virk heitir Reykjanes og þar sem núna eru jarðskjálftar er önnur eldstöð af tveim í þessu kerfi. Fyrri eldstöðin er að mestu leiti öll úti í sjó og er hugsanlega einnig virk en ekki en staðan á þeirri eldstöð er óþekkt. Síðan klukkan 10:00 hafa verið litlir jarðskjálftar að eiga sér stað en um klukkan 18:00 fór jarðskjálftavirknin að aukast aftur og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Þenslan stendur núna í 50mm til 55mm.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Fjöldi jarðskjálfta við Grindavík í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist ekki vera nein breyting á virkni á þessu svæði í dag og síðan þessi virkni og þensla hófst þann 21. Janúar 2020. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram á þessu svæði þangað til að þessi þensla stoppar eða þegar eldgos verður. Ég get ekki sagt til um hvað mun gerast á þessu svæði.