Kröftug jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík í gær (31. Janúar 2020)

Í gær (31. Janúar 2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík. Þessi jarðskjálftahrina varði í rúmlega 12 klukkutíma og það komu fram meira en 800 jarðskjálftar fram í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu svo margir jarðskjálftar að SIL mælanet Veðurstofunnar réði ekki almennilega við jarðskjálftahrinuna og því er mikið um drauga jarðskjálfta yfir allt Ísland. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina Mw4,3 og Mw4,0. Það hafa orðið 8 til 9 jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kort í hárri upplausn sýnir jarðskjálftana vel. Kortið er hægt að skoða hérna.


Jarðskjálftavirkni í nágrenni við Grindavík síðustu 7 daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

GPS mælingar sýna að það hafa ekki orðið miklar breytingar síðasta sólarhringinn þegar það kemur að þenslu. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna (ég hef ekki leyfi til þess að setja inn myndir þarna inná mína vefsíðu). Þenslan er ennþá í gangi og það mun valda frekari jarðskjálftum í nágrenni við Grindavík á næstu klukkutímum og dögum.

Styrkir

Fólk getur styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann á vefsíðunni. Styrkir hjálpa mér að vera með þessa vefsíðu. Einnig er hægt að millifæra inná mig en til þess þarf að senda mér tölvupóst á volcano [at] jonfr.com til að fá upplýsingar til þess að millifæra á mig styrk. Takk fyrir stuðninginn. 🙂