Í dag (31. Janúar 2020) hófst ný jarðskjálftahrina norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanesi (báðum). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið í dag var með stærðina Mw2,5. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð en það gæti breyst án viðvörunar. Þenslan heldur áfram að aukast á svæðinu og er í dag orðin rúmlega 45mm. Heimild fyrir þessu er að finna hérna.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það virðist vera þrjú misgengi virk miðað við jarðskjálftavirknina sem er í gangi. Þessi misgengi gætu hinsvegar eingöngu valdið jarðskjálftum en ekki verið þar sem á endanum gýs. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ekki neitt sem bendir til þess að kvika sér farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Stórar jarðskjálftahrinur geta hafist á svæðinu án nokkurar viðvörunar og slíkar jarðskjálftahrinur þurfa ekki að vera nálægt Grindavík þar sem þenslan er að breyta spennustigi jarðskorpunnar á stóru svæði og jarðskjálftar munu verða þegar spennustigi jarðskorpunnar er náð. Hvenær slíkt næst er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.
Styrkir
Þeir sem vilja styrkja vinnu mína hérna geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Það er hægt að senda mér tölvupóst á volcano@eldstod.com fyrir upplýsingar um millifærslu í íslenskum banka. Takk fyrir stuðninginn. 🙂