Í dag (10-Janúar-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 um 4,9 km austan við Hveragerði. Jarðskjálftinn fannst á stóru svæði. Örfáir minni eftirskjálftar hafa komið fram í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum.
Jarðskjálftahrinan austan við Hveragerði. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er óljóst hvort að þetta sé forskjálfti sem er þarna eða bara venjulegur jarðskjálfti. Minnsta tímabil milli jarðskjálfta á Suðurlandsbrotabeltinu eru 10 til 13 ár og síðast urðu þarna tveir jarðskjálftar í Maí 2008 með stærðina Mw6,3.
Jarðskjálftamælanir hjá mér eru ekki virkir vegna hugbúnaðarvandamála í GPS klukkum. Ég mun laga það vandamál í Mars þegar ég er fluttur aftur til Íslands.