Í dag (29-Janúar-2020) klukkan 04:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norður af Grindavík. Annar jarðskjálfti varð klukkan 04:59 með stærðina Mw3,2. Það hafa einnig komið fram mikið af minni jarðskjálftum í nótt bæði áður en og eftir að stærstu jarðskjálftarnir komu fram. Síðustu fréttir af þenslu eru þær að í gær (28-Janúar-2020) varð engin þensla við Þorbjörn. Það er óljóst afhverju þenslan stöðvaðist í gær en það hefur ekkert dregið úr virkninni á þessu svæði.
Jarðskjálftavirknin við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það eru engin merki um það að kvikan sé farið að leita í kvikuinnskot eða farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróa á nálægum SIL stöðvum Veðurstofunnar. Það svæðið sem virknin er á er orðið frekar stórt og nær núna yfir alla Grindavík. Þessi virkni raðar sér upp í stefnuna Suð-austur til Norð-vestur eins og er stefnan á eldri gossprungum á þessu svæði.