Í dag (18-Janúar-2020) klukkan 12:38 hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Eldeyjarboða. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,0 samkvæmt Veðurstofunni en var með sjálfvirku stærðina mb4,5 hjá USGS og EMSC. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,8.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg nærri Eldeyjarboða. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en hugsanlegt er að eingöngu sé um hlé að ræða í jarðskjálftahrinunni áður en hún hefst aftur. Það er mjög algengt með jarðskjálftahrinur á þessu svæði á Reykjaneshrygg. Á þessu svæði á Reykjaneshryggnum geta jarðskjálftahrinur náð stærðinni Mw5,5.
Uppfærsla þann 19-Janúar-2020
Veðurstofan uppfærð stærðina á jarðskjálftunum sem urðu á Reykjaneshrygg þann 18-Janúar-2020. Stærstu jarðskjálftanir eru núna tveir jarðskjálftar með stærðina Mw4,5 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw4,0. Jarðskjálftanir með stærðina Mw4,5 urðu klukkan 14:07 og 14:17 og jarðskjálftinn með stærðina Mw4,0 varð klukkan 15:52.
Uppfært jarðskjálftakort af jarðskjálftahrinunni á Reykjaneshrygg þann 18-Janúar-2020. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.