Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í dag (15-Desember-2019) klukkan 07:10 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Í kringum 190 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar jarðskjálftar voru í jarðskorpunni og voru ekki tengdir kvikuhreyfingum og þarna er líklega hreyfing á sigdal sem er hugsanlega að myndast þarna. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða ekki. Það er algengt að jarðskjálftahrinu þarna stoppi í nokkra klukkutíma og haldi svo áfram. Það er einnig þekkt að jarðskjálftahrinur þarna hætti snögglega.