Óvissustig vegna kvikusöfnunar undir Þorbirni á Reykjanesskaga

Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi í eldstöðinni Þorbirni frá og með deginum í dag (26-Janúar-2020) þar sem þensla hefur mælst undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga. Þessi þensla hófst þann 21-Janúar og er núna kominn í 2sm og er þenslan um 3mm til 4mm á dag þegar þetta er skrifað.


Virka svæðið á Reykjanesskaga (rauða). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun uppfæra og fylgjast með stöðu mála eins og ég get. Þessa dagana er ég hinsvegar að flytja aftur til Íslands frá Danmörku og því verða nokkrir dagar í Febrúar þar sem ég mun lítið geta sinnt þessu. Ég reikna ekki með að neitt muni gerast fyrr en eftir að ég er fluttur aftur til Íslands. það er það sem ég vona að minnsta kosti. Ég mun koma jarðskjálftamælanetinu mínu aftur í gang í upphafi Mars þegar ég get lagað hugbúnaðargalla í GPS klukkum sem ég er að nota við jarðskjálftamælana mína.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um stöðu mála á vef Veðurstofunnar.

Möguleg kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi