Saga eldstöðvarinnar Reykjanes (Þorbjörn) og upplýsingar

Sú þensla sem á sér núna stað við Þorbjörn á Reykjanesskaga við móbergfjallið Þorbjörn er í eldstöðvar kerfi sem heitir Reykjanes samkvæmt Global Volcanism Program. Síðasta eldgos er skráð á þetta kerfi árið 1831 við eldeyjarboða en vegna fjarlægðar og staðsetningar á því eldgosi er mjög líklega að þarna sé um að ræða aðra eldstöð sem er ótengd þeirri eldstöð sem um er að ræða núna. Hluti af eldstöðinni er undir sjó og er kort af þessu svæði hægt að finna hérna og hérna (mynd). Síðasta eldgos í þessu eldstöðvarkerfi var hugsanlega árið 1583. Það er hinsvegar möguleiki á því að eldgosið 1583 tilheyri öðru eldstöðvarkerfi sem er algerlega undir sjó. Síðasta staðfesta eldgos í Reykjanes eldstöðvarkerfinu var árið 1240 (780 ár síðan). Frekari upplýsingar um þetta eldstöðvarkerfi er að finna hérna.

Sú eldstöð sem er núna virk hefur ekki neitt sérstakt nafn og því mun ég kalla eldstöðina Þorbjörn til einföldunar. Þessi eldstöð er frekar stór og er Þorbjörn er innan sprungusveims eldstöðvar sem heitir Reykjanes og eldgos þarna eru í formi eldgíga (fissure vents). Eldstöðin Reykjanes er að mestu leiti undir sjó og er hugsanlega aðal-eldstöðin í þessu eldstöðvarkerfi og það getur gerst að það gjósi í báðum eldstöðvarkerfum á sama tíma. Ég veit ekki hvort að það muni gerast núna. Ef það verður eldgos í eldstöðinni Reykjanes þá mun verða takmarkað öskugos þar sem eldgos yrði. Eldstöðin sem heitir Reykjanes er minna hættuleg þar sem sú eldstöð er að mestu leiti undir sjó og lengra frá byggð. Þorbjörn er nærri byggð og nærri nauðsynlegum innviðum á Reykjanesskaga.

Ég hef skrifað um þær jarðskjálftahrinur sem þarna hafa átt sér stað undanfarið hérna (28-Júlí-2017), hérna (15-Desember-2019), hérna (17-Desember-2019), hérna (20-Desember-2019), hérna (22-Janúar-2020). Þetta er flest öll sú virkni sem hefur verið á þessu svæði síðan Júlí 2017 til Janúar 2020. Það er ekki víst að ég sé með allar þær jarðskjálftahrinur sem þarna hafa orðið inná þessum lista.


Virknin í dag á þessu svæði klukkan 17:35. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun fylgjast með stöðu mála á þessu svæði og setja inn uppfærslur eins vel og ég get. Þar sem ég er að flytja aftur til Íslands frá Danmörku um miðjan febrúar þá verður smá seinkun á uppfærslum hjá mér þá daga sem ég er að flytja til Íslands.