Í dag (27-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina snemma í morgun vestur af Kópaskeri. Þessi jarðskjálftahrina virðist að mestu verið lokið þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin og tengist ekki neinum kvikuhreyfingum heldur er hérna aðeins um að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni á þessu svæði. Það hafa orðið jarðskjálftahrinur á þessu svæði undanfarna mánuði.