Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 við Þorbjörn (Fagradalsfjall)

Í dag (12. Mars 2020) klukkan 10:25 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 við Fagradalsfjall austan við Grindavík (eldstöðin Reykjanes). Þessi jarðskjálfti fannst á stóru svæði. Það virðist sem að þessi jarðskjálfti sé í beinum tengslum við þenslu sem á sér stað þarna.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,2 við Fagradalsfjall. Hægt er að nota myndina ef heimilda er getið.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw5,2 við Fagradalsfjall. Hægt er að nota myndina ef heimilda er getið.


Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall í kjölfarið á Mw5,2 jarðskjálftanum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall í kjölfarið á Mw5,2 jarðskjálftanum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði og það mun líða talsverður tími þangað til að virknin fer að róast á þessu svæði. Þegar þessi grein er skrifuð eru engin merki um það að kvika sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborð. Það er óljóst hvort að það muni breytast en þegar þessi grein er skrifuð hafa engin slík merki sést.