Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (18-Mars 2020) klukkan 10:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti varð upphafið af jarðskjálftahrinu á þessu svæði og er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er aftur farin að aukast á þessu svæði á Reykjanesskaga en þensla á þessu svæði er byrjuð aftur en minni en áður. Það gæti breyst eftir því sem tíminn líður. Ég náði ekki að mæla þennan jarðskjálfta þar sem jarðskjálftamælanetið mitt er bilað en ég hef verið að reyna að gera við það síðustu daga en Microsoft hefur slökkt á þeim möguleika að nota Windows XP og Windows Vista. Ég er að vinna að lausn á þessu vandamáli en það tekur bara smá tíma að koma þeirri lausn í gagnið.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Ég er mjög blankur núna í seinni hlutann í Mars. Takk fyrir stuðninginn. 🙂