Jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík

Í gær (30-Maí-2020) klukkan 01:07 hófst jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi hlutanum) austan við fjallið Þorbjörn. Jarðskjálftahrinan er mjög líklega ennþá í gangi og því verða upplýsingar hérna úreltar á mjög skömmum tíma. Upplýsingar núna benda ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta bendir sterklega til þess að þensla sé hafin á þessu svæði í eldstöðinni og mögulega á svipuðum hraða og áður en slíkt mun krefjast staðfestingar frá GPS og gervihnattagögnum og slíkar staðfestingar taka nokkra daga. Þetta eru gögn sem Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa eingöngu aðgang að þar sem þetta eru gögn sem eru fengin frá gervihnöttum NASA sem eru notaðir til að fylgjast með eldstöðvum.