Staðan í eldstöðvunum Fagradalsfjall, Krýsuvík, Reykjanes

Staðan á Reykjanesskaga er farin að verða mjög flókin vegna þess að virknin er núna milli þriggja eldstöðva. Þessi grein er skrifuð klukkan 15:59.

Eldstöðvar sem eru að sýna virkni á Reykjanesskaga

Eldstöðin Reykjanes
Eldstöðin Krýsuvík
Eldstöðin Fagradalsfjall

Eldstöðin Fagradalsfjall er ekki með nein þekkt eldgos síðustu 10.000 ár og staðsetning megineldstöðvarinnar er óþekkt og óvíst hvort að megineldstöðin sé til.

Staðan síðustu klukkutíma

  • Lítill sigdalur er farinn að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keili fjallana. Þetta er hluti af því ferli sem rekbeltið á Reykjanesinu býr til.
  • Óróinn stoppaði í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og samkvæmt Veðurstofu Íslands í fréttum þá var uppruni óróans mjög þétt jarðskjálftavirkni í gær sem bjó til samfelldan óróa. Í morgun minnkaði virknin aðeins.
  • Kvika er ennþá ferðinni í eldstöðvarkerfinu Fagradalsfjalli.
  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 en síðustu 48 klukkutímana hafa mæst 72 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að draga úr virkninni.

 

Mjög þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Mikið af rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta einnig mjög mikið af grænum stjörnum.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst þar sem staðan er einstaklega flókin vegna þess að virknin er á milli þriggja eldstöðva og þeirrar virkni sem er á milli þeirra.

Internet útsending af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti (Rúv.is)
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Keilir í beinni (mbl.is)

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er.