Staðan í eldstöðinni Krýsuvík klukkan 20:31

Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.

Ekkert eldgos er byrjað þegar þessi grein er skrifuð. Óróinn er aðeins minni núna og byrjaði að minnka um klukkan 16:00 miðað við þegar óróinn hófst klukkan 14:20 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi órói er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru engin merki um sigdalinn á yfirborðinu ennþá, hinsvegar sést þessi sigdalur í GPS gögnum og gervihnattagögnum. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð en flestir jarðskjálftar eru mjög litlir en það kemur inn talsvert af jarðskjálftum sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Mikið af grænum stjörnum og og rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftagraf af jarðskjálftunum. Elstu jarðskjálftanir eru bláir, síðan gulir jarðskjálfar, appelsínugulir jarðskjálftar og síðan rauðir jarðskjálfta punktar
Þéttleiki jarðskjálftanna í eldstöðini Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna eru vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á beint streymi af svæðinu þar sem hugsanlegt eldgos getur orðið.

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu (Rúv.is)
YouTube Streymi

Óróapúls staðfestur í eldstöðinni Krýsuvík – Eldgos gæti verið yfirvofandi

Þessi grein er skrifuð klukkan 16:37. Þetta er stutt grein þar staðan breytist mjög hratt.

Óróapúls hefur verið greindur í eldstöðinni Krýsuvík. Ef að eldgos verður eins og búist er við þá er þetta fyrsta eldgosið í eldstöðinni Krýsuvík síðan árið 1340.

Óróaplott í Vogum sem sýnir óróann mjög vel. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaganum í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið staðfest að sigdalur er að myndast þar sem reiknað er með að eldgos verði. Þetta er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er beint streymi á YouTube af þessu svæði og hægt er að fylgjast með því hérna.

Uppfærsla klukkan 16:43

Rúv hefur sett upp vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.