Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjall þar sem staðan er stöðugt að breytast. Þessi grein er skrifuð þann 7-Mars-2021 klukkan 23:44.

Klukkan 00:22 til rúmlega klukkan 00:42 varð óróapúls í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þó svo að þessi óróapúls hafi aðeins varað í rúmlega 20 mínútur þá kom það af stað jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 01:00 og varði til rúmlega 04:00 og varð stærsti jarðskjálftinn klukkan 02:01 og var með stærðina Mw5,0 til Mw5,2 (USGS/EMSC). Daglega mælast um 2500 til 3000 jarðskjálftar á þessu svæði. Síðan 24-Febrúar-2021 meira en 24000 jarðskjálftar mælst í þessari jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Það er mjög mikil þensla að eiga sér stað í eldstöðinni Fagradalsfjall og það er að búa til mikla jarðskjálftavirkni bæði austan og vestan við Fagradalsfjall þar sem kvikuinnskotið er að eiga sér stað núna. Það kemur af stað stórum jarðskjálftum eins og þeim sem var með stærðina Mw5,0. Margir af þessum jarðskjálftum eru mjög nálægt bæjarfélaginu Grindavík og fólk þar er hætt að geta sofið vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni og verða núna jarðskjálftar í nágrenni Grindavíkur á mínútu fresti.

Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall. Fjöldi jarðskjálfta með stærðina yfir Mw3,0 er 68 og fjöldi minni jarðskjálfta er yfir 2600.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanessi vegna virkninni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að skoða þensluna í Fagradalsfjalli með því að skoða þessa hérna vefsíðu. Önnur vefsíða með GPS gögn er hægt að skoða hérna.

Það er vona á fleiri kröftugum jarðskjálftum á Reykjanesinu Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og hægt er.

Beint vefstreymi af Keili og nágrenni

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Uppfærð grein þann 8-Mars-2021

Morgunblaðið var að gefa út þessa hérna frétt sem sýnir skemmdir á vegum nærri HS Orku á Reykjanesi.

Mal­bik sprungið við HS Orku í Grinda­vík (mbl.is)

Grein uppfærð klukkan 01:33.


Grein uppfærð klukkan 04:39. Lagaði YouTube tengill.


Grein uppfærð klukkan 16:59 þann 8-Mars-2021. Lagaðu vefmyndavéla tengill til Rúv.is

Staðan í eldstöðinni Fagradalsfjalli þann 7-Mars-2021 klukkan 00:55

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þessi grein er að mestu leiti um virknina sem varð þann 6-Mars-2021.

Yfirlit yfir núverandi virkni

  • Jarðskjálftavirkni er að mestu leiti aðeins litlir jarðskjálftar.
  • Hættan á eldgosi hefur ekki minnkað þrátt fyrir breytta jarðskjálftavirkni.
  • Kvikuinnskotið er grynnst á 2 km dýpi en annars er dýpið á milli 5 km til 8 km dýpi.
  • Mesta jarðskjálftavirknin er við Fagradalsfjall (norðurendann?) og síðan við Keilir.
  • Eldstöðin Fagradalsfjall hefur ekki gosið í 12.000 ár.
  • Það er engin merki um kvikuvirkni í eldstöðvunum Krýsuvík og síðan í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?). Allir jarðskjálftar sem eru að koma fram í þeim eldstöðvum eru vegna spennubreytinga í jarðskorpunni vegna þenslunnar í Fagradalsfjalli.

 

Umbrotasvæðið í Fagradalsfjalli sem er merkt með brotnum línum af korti á Reykjanesinu
Brotna línan táknar það svæði sem er umrbotasvæðið við Fagradalsfjall og hugsanlega það svæði sem markar eldstöðina Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Reykjanesinu með stærðina Mw6,0 til Mw6,5 vegna þeirra spennubreytinga sem þenslan í Fagradalsfjalli veldur í jarðskorpunni á stóru svæði.

Þétt jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli táknuð með grænum stjörnum og mikið af rauðum punktum sem tákna nýja jarðskjálfta sem hafa átt sér stað
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur ekki greinst síðan á Miðvikudaginn en það getur breyst án viðvörunnar.

Vefmyndavélar með beint streymi af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Ef eitthvað mikið gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og ég mögulega get.