Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (8-Desember-2021) hefur verið jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,1 klukkan 10:44. Það kemur ekki fram í fréttum hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Jarðskjálftavirkni þarna hefur hægt og rólega verið að aukast síðan það hætti að gjósa í Fagradalsfjalli þann 18-September-2021. Það er ennþá jarðskjálftahrina á svæðinu og eru þar litlir jarðskjálftar að koma fram þegar þessi grein er skrifuð.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina norður af Grindavík“