Kvikan er á leiðinni upp í Fagradalsfjalli, síðustu mælingar segja um 1600 metra eftir

Samkvæmt frétt á Vísir.is (tengill neðst) þá er samkvæmt gervihnattamælingum kvikan byrjuð að rísa upp í Fagradalsfjalli. Þessa stundina á kvikan um 1600 metra eftir þangað til að kvikan kemst upp á yfirborðið og eldgos hefst. Hraði kvikunar núna er í kringum 130 metrar á dag og því ætti eldgos að hefjast í kringum 11-Janúar-2022. Þetta er núverandi mat á aðstæðum en það gæti breyst ef kvikan eykur hraðan eða hægir á sér á leiðinni upp jarðskorpuna.

Það er óljóst hvaða svæði mun gjósa þar sem nýi kvikugangurinn er til hliðar við eldri kvikuganginn og því er ekki víst að það gjósi í eldri gígum. Það eru því meiri líkur en minni að það muni gjósa í nýjum gígum þegar eldgos hefst, eitthvað af hugsanlegum nýjum gígum munu opnast á svæði sem er nú þegar undir undir nýju hrauni af eldra eldgosinu. Svæðið mun því verða mjög áhugavert þegar eldgos loksins hefst.

Frétt Vísir.is

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Jarðskjálfti fannst á suðurlandi

Aðfaranótt að 30-Desember-2021 klukkan 04:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0. Þessi jarðskjálfti fannst á Selfossi og í Hveragerði. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna til hægri þar sem stærsti jarðskjálftinn varð auk rauðra punkta sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert eldfjall á þessu svæði og því er jarðskjálftavirknin þarna eingöngu vegna flekahreyfinga. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær jarðskjálftavirknin endar á þessu svæði. Þessi jarðskjálftavirknin gæti verið eftirskjálftavirkni eftir jarðskjálftana með Mw6,3 sem urðu þarna árið 2008. Þessi jarðskjálftahrina mun halda áfram í nokkra daga og jafnvel í einhverjar vikur en mun líklega enda hægt og rólega.