Samkvæmt frétt á Vísir.is (tengill neðst) þá er samkvæmt gervihnattamælingum kvikan byrjuð að rísa upp í Fagradalsfjalli. Þessa stundina á kvikan um 1600 metra eftir þangað til að kvikan kemst upp á yfirborðið og eldgos hefst. Hraði kvikunar núna er í kringum 130 metrar á dag og því ætti eldgos að hefjast í kringum 11-Janúar-2022. Þetta er núverandi mat á aðstæðum en það gæti breyst ef kvikan eykur hraðan eða hægir á sér á leiðinni upp jarðskorpuna.
Það er óljóst hvaða svæði mun gjósa þar sem nýi kvikugangurinn er til hliðar við eldri kvikuganginn og því er ekki víst að það gjósi í eldri gígum. Það eru því meiri líkur en minni að það muni gjósa í nýjum gígum þegar eldgos hefst, eitthvað af hugsanlegum nýjum gígum munu opnast á svæði sem er nú þegar undir undir nýju hrauni af eldra eldgosinu. Svæðið mun því verða mjög áhugavert þegar eldgos loksins hefst.
Frétt Vísir.is