Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg

Í dag (21. Febrúar 2023) hófst jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Þetta er mögulega í öðru eldstöðvarkerfi en Reykjanesi vegna fjarlægðar frá landi og það er ólíklegt að eldstöðin Reykjanes nái svona langt suður. Það er ekkert nafn tengt við þessa eldstöð en Geirfugladrangur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,1. Þessa jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því gætu komið stærri jarðskjálftar á þessu svæði.

Græn stjarna og rauðir punktar þar sem aðal jarðskjálftavirknin er úti á Reykjaneshrygg. Auk gulra punkta á svipuðu svæði sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan bendir sterklega til þess að þarna sé kvikuinnskot að eiga sér stað. Þetta svæði á Reykjaneshrygg gaus síðast milli 16 aldar og fram til 18 aldar en síðan þá hefur ekki komið neitt eldgos.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu (21. Febrúar 2023)

Í dag (21. Febrúar 2023) klukkan 08:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti verður vegna þess að það er núna þensla í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftar með þessa stærð munu eiga sér stað í Bárðarbungu einu sinn til tvisvar á ári þangað til að eldstöðin er tilbúin í næsta eldgos og það mun mjög líklega ekki gerast fyrr en eftir marga áratugi. Það munu koma fram minni jarðskjálftar milli þessara stóru jarðskjálfta. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á Akureyri.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu. Það sjást einnig punktar í öðrum eldstöðvum á þessu svæði á Íslandi í formi appelsínugulra punkta og gulra punkta sem eru dreifðir um kortið.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast var bilið milli eldgosa í Bárðarbungu rétt um 112 ár. Þá var rólegt í Bárðarbungu milli áranna 1902 til ársins 2014. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu virðist vera í kringum 40 ár, en flest eldgos verða í kringum 90 ára til 112 ára mörkin. Þetta er miðað við gögn frá Global Volcanism Program um Bárðarbungu. Það er talsverð óvissa í þessum gögnum, þannig að minnsta tímabil milli eldgosa gæti verið minna en það sem kemur fram.

Ég hef einnig tekið upp að nota staðlaða skilgreiningu á stærðinni á jarðskjálftum eins og hún er útskýrð hérna. Þetta mun einfalda aðeins skrifin hjá mér hérna þegar það kemur að jarðskjálftum. Ég mun íslenska þessi heiti með tímanum.