Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein, þar sem það er mikið að gerast þessa stundina.

Þessa stundina hafa komið fram um 200 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,1 kom fram klukkan 22:45, þetta er sjálfvirk mæling og því mun stærð þessa jarðskjálftar breytast við yfirferð.

Græn stjarna og fullt af rauðum punktum í Fagradalsfjalli.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Ég mun reyna að uppfæra um stöðu mála eftir bestu getu hérna.

Tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Þessi grein er stutt vegna annara atburða sem eru núna að gerast á Íslandi.

Tveir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu klukkan 19:59 og 20:02 þann 4. Júlí 2023. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,3 og Mw3,9.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í Bárðarbungu í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta eru hefðbundir þenslu jarðskjálftar í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Í dag (4. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir hingað til hafa eingöngu náð stærðinni Mw1,6 en það hefur enginn jarðskjálfti ennþá farið yfir stærðina Mw2,0. Þetta gæti breyst án viðvörunnar.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, auk blárra og gulra punkta vestar við Fagradalsfjall. Það er talsvert um litla jarðskjálfta á Reykjanesskaga á þessu korti.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðast koma litlar jarðskjálftahrinu í Fagradalsfjalli áður en að eldgos hefst þar. Núverandi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að um kvikuinnskot sé að ræða. Hvort að þetta kvikuinnskot mun koma af stað eldgosi núna er ekki hægt að segja til um.