Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli klukkan 16:59 þann 5. Júlí 2023

Þetta er stutt grein þar sem það er mikið að gerast og aðstæður breytast mjög hratt.

  • Stærsti jarðskjálftinn er ennþá með stærðina Mw4,8 sem varð í morgun.
  • Stærri jarðskjálftum er farið að fjölga mjög mikið síðustu klukkutímana. Veðurstofan hefur einnig varað við því að hætta er á jarðskjálfta með stærðina Mw6,3 í kjölfarið á þessu kvikuinnskoti í Fagradalsfjalli.
  • Kvikan er að koma upp rétt sunnan við Keili.
  • Miðað við það sem ég er að sjá. Þá er hérna á ferðinni miklu meiri kvika heldur en í eldgosum árið 2021 og 2022. Hvort að þetta er rétt hjá mér kemur ekki í ljós fyrr en eldgos hefst.
  • Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftum í rauntíma hérna á vefsíðu Raspberry Shake.

 

Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum í Fagradalsfjalli. Tími á korti er 5. Júlí 2023 og klukkan er 16:25.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öll gögn benda til þess að eldgos muni hefjast. Hvar eldgosið kemur upp og hvenær er ekki hægt að segja til um.

Ég mun gera mitt besta til þess að setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli klukkan 12:00 þann 5. Júlí 2023

Þetta er stutt grein þar sem staðan er að breytast mjög hratt núna.

  • Stærsti jarðskjálftinn sem hefur ennþá mælst var með stærðina Mw4,8 og fannst yfir stórt svæði.
  • Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Fagradalsfjalli vegna jarðskjálftavirkninnar og hættu á eldgosi.
  • Dýpi kvikunnar er núna í kringum 3 til 6 km en fer minnkandi á hverjum klukkutímanum.
  • Í kringum 2000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð.

 

Fullt af grænum stjörnum og rauðum punktum á Reykjanesskaga í kringum Fagradalsfjall. Tími á korti er 5. Júlí 2023 klukkan er 11:30 á kortinu.
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aðeins ein vefmyndavél sem er í gangi og vísar á Fagradalsfjall sem ég veit af þessa stundina. Það er hægt að skoða þá vefmyndavél hérna. Ég vonast til þess að þær vefmyndavélar sem Rúv og mbl.is voru með þegar síðasta eldgos fór af stað komist fljótlega í gang aftur.