Þetta er stutt grein þar sem staðan er að breytast mjög hratt núna.
- Stærsti jarðskjálftinn sem hefur ennþá mælst var með stærðina Mw4,8 og fannst yfir stórt svæði.
- Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Fagradalsfjalli vegna jarðskjálftavirkninnar og hættu á eldgosi.
- Dýpi kvikunnar er núna í kringum 3 til 6 km en fer minnkandi á hverjum klukkutímanum.
- Í kringum 2000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð.
Það er aðeins ein vefmyndavél sem er í gangi og vísar á Fagradalsfjall sem ég veit af þessa stundina. Það er hægt að skoða þá vefmyndavél hérna. Ég vonast til þess að þær vefmyndavélar sem Rúv og mbl.is voru með þegar síðasta eldgos fór af stað komist fljótlega í gang aftur.