Djúpir jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Síðustu vikur þá hafa komið fram nokkrir djúpir jarðskjálftar í eldstöðinni Eyjafjallajökull. Þessi virkni er óvenjuleg þar sem Eyjafjallajökull gaus síðast árið 2010 og venjulega eru eldgos í Eyjafjallajökli á tímabilum sem eru frá 290 árum og upp í 700 ár milli eldgosa, miðað við þau gögn sem eru til í dag varðandi tíðni eldgosa í Eyjafjallajökli.

Blár punktur sem sýnir jarðskjálfta síðasta sólarhringinn í Eyjafjallajökli og síðan er rauður punktur sem sýnir jarðskjálfta sem hefur orðið síðasta sólarhringinn.
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem Veðurstofan er búin að fara yfir er frá 24 til 26 km. Áður en eldgosið varð í Eyjafjallajökli árið 2010 þá tók það um 10 ár frá því að virknin fór að aukast þangað til að eldgos varð. Það er möguleiki á því að þetta sé bara djúp jarðskjálftavirkni og það verður ekki neitt eldgos í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni á næstu áratugum. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin of lítil og of fáir jarðskjálftar til þess að hægt sé að vera viss um hvað er að gerast í Eyjafjallajökli.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni austan við fjallið Keili

Í dag (26. Mars 2025) klukkan 15:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja, rétt austan við fjallið Keilir. Það hefur ekki verið mikil eftirskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Græn stjarna norðan við Kleifarvatn og austan við fjallið Keilir. Það er einnig mikið um litla jarðskjálfta á öðrum svæðum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er mögulega vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi. Þar sem þessi þensla breytir spennustiginu á öllum Reykjanesskaga en mest næst eldstöðinni Svartsengi. Það getur orðið meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði án viðvörunnar á þessu svæði á Reykjanesskaga.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjaneshrygg

Í dag (12. Mars 2025) klukkan 14:29 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes úti á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,8 þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist jarðskjálftahrinan ennþá vera í gangi.

Rauðir punktar og grænar stjörnur sem sýna jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanesi úti á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá að þetta sé jarðskjálftahrina sem tengist kvikuhreyfingum á svæðinu. Líklega eru þessir jarðskjálftar vegna spennubreytinga sem koma til vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi sem er ekki langt frá þessari staðsetningu. Jarðskjálftahrinan er þessa stundina lítil en getur aukist aftur án viðvörunar hvenær sem er. Ef þörf verður á því, þá mun ég skrifa nýja grein um stöðu mála.