Minni jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (9. Apríl 2013) hefur verið minni jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu en undanfarna daga. Stærstu jarðskjálftarnir í gær voru með stærðina 4,0, 3,3 og 3,1. Auk tveggja jarðskjálfta sem voru með stærðina 3,0. Fjölmargir aðrir minni jarðskjálftar áttu einnig stað sér einnig stað í gær. Engin merki eru um það að eldvirkni sé til staðar á svæðinu eða á meðan jarðskjálftavirknin var sem mest.

130409_2345
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkustundir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu virðist ekki vera lokið. Þó svo að verulega hafi dregið úr virkninni síðasta sólarhringinn. Sérstaklega eftir að toppi virkninnar var náð í kjölfarið á jarðskjálftanum sem mældist með stærðina 5,5 fyrir rúmlega viku síðan. Oft þá stoppar jarðskjáltavirknin í svona hrinum alveg. Jafnvel yfir lengri tíma. Miðað við núverandi gögn. Þá virðist það vera raunin. Enda sýnist mér að þessi jarðskjálftahrina sé tengd jarðskjálftahrinunni sem varð fyrir utan Siglufjörð í Október 2012, og þá varð jarðskjálfti upp á 5,6 að stærð. Þá voru for-skjálftar til staðar eins og varð raunin núna í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi virkni er hinsvegar að minnka núna í augnablikinu. Hversu lengi það mun vara er ómögulegt að segja til um á þessari stundu. Það er einnig vonlaust að segja til um það hvenær þessari jarðskjálftavirkni líkur á Tjörnesbrotabeltinu. Það ferli mun líklega taka marga mánuði í viðbót miðað við sögulegar heimildir um eldri jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað á Tjörnesbrotabeltinu fyrr á öldum. Hvað svo sem gerist. Þá er eingöngu hægt að fylgjast með því og vona það besta.