Staða jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 16:29

Hérna er stutt bloggfærsla um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu. Líklegt er að þetta verði mjög löng jarðskjálftahrina eins og málin standa í dag (06.04.2013).

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram eins og hefur verið síðustu sex daga. Stærstu jarðskjálftar síðustu 24 klukkustundirnar hafa verið jarðskjálftar með stærðina 3,5 og 3,2. Eldri jarðskjálftar hafa verið með stærðina 3,6 samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu er einstaklega flókin og því er mjög erfitt að segja til um það hvernig þessi hrina mun þróast á næstunni. Síðustu 48 klukkutíma hafa átt sér stað 309 jarðskjálftar. Jarðskjálftavirkni hefur farið minnkandi síðan jarðskjálftinn með stærðina 5,5 átti sér stað. Fljótlega eftir þann jarðskjálfta voru mældir meira en 500 jarðskjálftar yfir sama tímabil (48 klukkutíma).

130406_1420
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta eru jarðskjálftar síðustu 48 klukkustunda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

130406_1420_trace
Yfirlit yfir fjölda jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er mjög flókin vegna þriggja þátta. Þarna er um að ræða þverbrotabelti með sniðgengi og siggengi. Auk þess er eldstöð þarna sem er mjög lítið þekkt og ekki með neina skráða gossögu svo ég viti til og er mjög lítið rannsökuð að auki. Þetta eldfjall er eingöngu þekkt vegna þess að gríðarmikið háhitasvæði er þarna til staðar, auk þess sem þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar þarna hafa sýnt fram á nýleg hraunlög á svæðinu. Þessi eldstöð hefur ekki neitt nafn svo að ég viti til. Hitt er síðan að þarna er önnur eldstöð örlítið sunnar og gaus síðast árið 1868. Sú eldstöð er skráð og er hægt að nálgast upplýsingar um þá eldstöð hérna. Þessi eldstöð er oft kennd við Mánareyjar sem eru annað hvort hluti af þeirri eldstöð eða nærri þessari eldstöð.

Það er nauðsynlegt að taka það fram að upplýsingar um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu eru stöðugt að breytast. Þar sem jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Þrátt fyrir rólegan síðasta sólarhring. Þá er alveg eins víst að þessi jarðskjálftahrina muni taka sig upp aftur fljótlega. Þetta gildir sérstaklega um kort og upplýsingar um fjölda jarðskjálfta á svæðinu.

Vísindaleg gögn um Tjörnesbrotabeltið

img94
Einföld mynd sem sýnir helstu brotasvæði á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur Veðurstofu Íslands / Hjörleif Sveinbjörnsson. Hægt er að sjá myndina í upprunalegu samhengi hérna.

1-s2.0-S0264370706000597-gr2
Örlítið nákvæmari mynd af Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Agust Gudmundsson. Myndin er fengin úr vísindarannsókn sem heitir Infrastructure and evolution of ocean-ridge discontinuities in Iceland.

1-s2.0-S0040195107003794-gr1
Mynd sem sýnir þverbrotabelti á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Ragnar Stefansson, Gunnar B. Gudmundsson, Pall Halldorsson. Myndin er fengin úr rannsókn sem heitir Tjörnes fracture zone. New and old seismic evidences for the link between the North Iceland rift zone and the Mid-Atlantic ridge.

1-s2.0-S0025322701001724-gr2
Mynd sem sýnir í helstu atriðum þverbrotabelti á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna koma einnig fram misgengi og sigdalir. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir mörgum. Sjá lista í tengli hérna aftar. Myndin er fengin úr rannsókn sem heitir First observations of high-temperature submarine hydrothermal vents and massive anhydrite deposits off the north coast of Iceland.

Það borgar sig að fylgjast með þeirri jarðskjálftahrinu sem núna að eiga sér stað á Tjörnesbrotabeltinu. Þar sem ljóst má vera að þessu er ekki lokið. Jafnvel þó svo að virkni detti niður um skemmri eða lengri tíma á Tjörnesbrotabeltinu. Óljóst er hvaða áhrif þetta muni hafa á eldstöðina austan við Grímsey og síðan eldstöðina við Mánareyjar.

Upplýsingar um brotabelti

Hvað er þverbrotabelti og hvernig myndast það? (Vísindavefur HÍ)