Grímsvötn undirbúa næsta eldgos

Miðvikudaginn 25-Maí-2016 varð lítil jarðskjálftahrina í Grímsvötnum. Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað náðu stærðinni 1,0. Það er möguleiki á því að eitthvað af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað hafi verið ísskjálftar, ég er hinsvegar efins um að það hafi alltaf verið tilfellið.

160526_1330
Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan árið 2011, eftir síðasta eldgos þá hafa Grímsvötn verið að undirbúa næsta eldgos. Það eldgos sem varð árið 2011 var það stærsta í 140 ár. Meðal tíminn milli eldgosa í Grímsvötnum er í kringum 5 til 7 ár, miðað við þekkta eldgosa sögu. Það er ekki hægt að segja til um það hversu langt er í næsta eldgos, hinsvegar benda gögn og mælingar til þess að það sé ekkert svo rosalega mörg ár í næsta eldgos, þó ekki sé hægt að segja til um það með neinni vissu. Hægt er að skoða GPS gögn og fleira hérna.