Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu 24 klukkustundirnar (rúmlega).
Bárðarbunga
Eins og mátti búast við þá varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu. Þessa vikuna virðist sem að aðeins einn jarðskjálfti stærri en þrír hafi átt sér stað. Miðað við útslag jarðskjálftans, þá er ýmislegt sem bendir til þess að kvika, frekar en brotahreyfingar hafi valdið jarðskjálftanum.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég reikna með að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.
Tjörnesbrotabeltið
Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu í dag, rétt fyrir utan Kópasker. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og urðu aðeins í kringum 40 jarðskjálftar, stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.
Jarðskjálftahrinan fyrir utan Kópasker. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Jarðskjálftahrinur eins og þessi eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.