Allt rólegt á Íslandi (þessa stundina)

Þessa stundina er allt rólegt í jarðskjálftum á Íslandi, frá miðnætti hafa eingöngu mælst fimm jarðskjálftar (sjálfvirkt, handvirk yfirferð er með fleiri jarðskjálfta). Ég er ekki viss um að þessir jarðskjálftar hafi farið yfir stæðina 1,0. Það hefur verið mjög rólegt í jarðfræðinni á Íslandi síðustu daga og því hef ég ekki haft neitt til þess að skrifa um, einnig sem að veðrið hefur verið gott (ekki neinn sterkur vindur). Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi það verður svona rólegt á Íslandi, venjulega enda svona róleg tímabil með jarðskjálftahrinu einhverstaðar á Íslandi. Stundum koma stórar jarðskjálftahrinur, stundum koma litlar jarðskjálftahrinur.

Vegna þess hversu rólegt það er þessa stundina, þá hef ég ekki neitt til að skrifa um. Það er hægt að fylgjast með hinum hefðbundu eldfjöllum, eins og Bárðarbungu, Kötlu og síðan jarðskjálftasvæðum fyrir norðan og sunnan Ísland. Hugsanlegt er að einhver jarðskjálftavirkni sé að eiga sér stað djúpt á Reykjanesinu og síðan djúpt norður af Kolbeinsey (sem er norðan við Grímsey).