Jarðskjálftahrina við Hveravelli

Það er jarðskjálftahrina í gangi við Hveravelli sem ég veit ekki mikið um, þar sem ekki er hægt að staðsetja jarðskjálftana vegna skorts á SIL jarðskjálftamælum á þessu svæði. Það sem ég veit er að þarna á sér stað jarðskjálftarhrina, stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni 2,1. Stærsti jarðskjálftinn sem er búið að fara yfir náði stærðinni 2,1 og var með dýpið 2,1 km. Meira veit ég ekki á þessari stundu vegna skorts á upplýsingum hvað er að gerast á Hveravöllum.

160609_2035
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Þarna eru eingöngu þeir jarðskjálftar sem tekist hefur að staðsetja. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ste.svd.09.06.2016.at.21.02.utc
Jarðskjálftahrinan kemur vel fram á þessum jarðskjálftamæli Veðurstofunnar og eingöngu þessum jarðskjálftamæli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ste.svd.09.06.2016.at.21.02.utc
Tromlurit jarðskjálftamælisins við Hveravelli, jarðskjálftarnir sjást einnig vel á því. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég giska á að þarna hafi orðið í kringum 50 til 100 jarðskjálftar eins og stendur en án nákvæmra gagna er erfitt að segja til um fjölda jarðskjálfta. Stærðir þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað þarna er frá 0,0 til ~2,1 hingað til. Það er ekki hægt að útiloka stærri jarðskjálfta á þessu svæði, eftir því sem stærðir jarðskjálftana aukast þá verður hægt að staðsetja þá nákvæmar. Minni jarðskjálftar munu aðeins koma fram á einum jarðskjálftamæli og þá verður ekki hægt að staðsetja, þar sem þeir koma bara fram á einum jarðskjálftamæli eða tveim og það er ekki nægjanlegur fjöldi jarðskjálftamæla til þess að staðsetja jarðskjálftann nákvæmlega.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.