Aðfaranótt 26-Mars-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina rúmlega 80 km norður af Kolbeinsey. Jarðskjálftahrinan varð rúmlega 250 km útaf strönd norðurlands. Það liggur ekki fyrir hvað er að gerast á þessu svæði, þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði er hærri en vanalega síðustu mánuðina. Þessi jarðskjálftahrina er sú sterkasta sem hefur komið fram á þessu svæði hingað til.
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir voru með eftirtaldar stærðir, jarðskjálfti með stærðina 4,6 (EMSC upplýsingar er að finna hérna), jarðskjálfti með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar er að finna hérna), jarðskjálfti með stærðina 4,8 (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Þó svo að þessir jarðskjálftar hafi verið stórir, þá fundust þeir ekki upp á landi vegna fjarlægðar frá upptökum þessara jarðskjálfta. Það er einnig vegna fjarlægðar sem ekki er hægt að segja til um það hvort að eldgos sé að eiga sér stað, þó væri hugsanlega hægt að greina mjög stórt eldgos ef það yrði á þessu svæði. Eins og staðan er núna, þá hefur það ekki gerst ennþá.
Jarðskjálftinn með stærðina 5,0 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.
Jarðskjálftinn með stærðina 5,0 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.
Það er ekki hægt að segja til um það hvort að jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi á þessu svæði eða hvort að henni sé lokið vegna fjarlægðar frá næstu SIL jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands. Þar sem vegna fjarlægðar þá mælast ekki eða mjög illa þeir litlu jarðskjálftar sem verða í kjölfarið á svona jarðskjálftahrinu.