Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag hófst minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Sem stendur hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti yfir stærðinni 2,8. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 4 til 7 km.

130206_1850
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg klukkan 18:50 UTC. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ómögurlegt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina kemur til með að haga sér. Verði stórir jarðskjálftar á þessu svæði, eða einhver önnur breyting. Þá mun ég setja inn bloggfærslu eins fljótt og hægt er um þá atburði.