Kröftugri jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram í dag (01-Október-2013). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst hingað til var með stærðina 3,2. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu er í kringum 5 til 15 km. Stærstu jarðskjálftarnir fundist á Ólafsfirði og öðrum svæðum sem eru nærri upptökum þessar jarðskjálftahrinu. Eins og stendur þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og ekki sjást nein merki þess að þessi jarðskjálftahrinu sé að fara ljúka.

131001_1815
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur komið fram í fréttum Rúv og öðrum fréttamiðlum samkvæmt jarðfræðingi á Veðurstofu Íslands að þessi jarðskjálftahrina stafi hugsanlega af því að þarna sé um að ræða kvikuinnskot inn í jarðskorpuna á miklu dýpi. Það er engin eldstöð skráð á þessu svæði, ef það er eldstöð á þessu svæði. Þá er hún með öllu óþekkt eins og er. Slíkt getur gerst ef eldstöðvar eru í dvala mjög lengi og þar að auki neðansjávar. Hvað kemur útúr þessu verður hinsvegar að koma í ljós á næstu klukkutímum til dögum. Það er ekki víst að kvikan nái upp á yfirborðið og valdi eldgosi, þar sem að dýpið er ennþá mjög mikið og því á kvikan eftir að fara umtalsverða fjarlægð áður en hún nær til yfirborðs og veldur eldgosi.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni á Tjörnesbrotabeltinu hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni minni. Sá jarðskjálftamælir sem ég er með næst þessari jarðskjálftahrinu er jarðskjálftamælir sem heitir „Böðvarshólar“ og þar sjást nú þegar nokkrir af þeim jarðskjálftum sem hafa átt sér stað síðasta sólarhringinn á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftamælir er staðsettur úti í sveit og því er lítið um truflanir frá umferð og slíku á honum.

Ég mun setja inn uppfærslur varðandi þessa jarðskjálftahrinu ef þörf verður á slíku.

Bloggfærsla uppfærð þann 01-Október-2013 klukkan 23:54. Leiðrétting á bæjarnafni eftir ábendingu um að það væri rangt bæjarnafn sem ég hafði skrifað inn.