Í dag (07-Október-2020) hafa verið frekari vandræði með skriðuna við Gilsá 2 í Eyjafirði. Samkvæmt fréttum þá flæðir skriðan núna í skurði og fyllir þá og fór þá að flæða yfir vegi á svæðinu og loka þeim. Þetta kemur til vegna mikils vatnsflæðis í skriðunni samkvæmt fréttum sem er að dreifa skriðunni um stærra svæði en þar sem skriðan féll niður í gær (06-Október-2020). Tvö hús og sumarbústaður hafa verið rýmd á þessu svæði vegna þessar skriðufalla.
Þessar breytingar sjást ekki mjög vel í fréttum fjölmiðla af þessari skriðu. Hérna fyrir neðan eru fréttir af þessum skriðuföllum.
Hús rýmd og enn hætta á aurskriðum (Rúv.is)
Loka vegum og rýma hús eftir aurskriðu (mbl.is)
Ég mun reyna að fylgjast með þessu eins og hægt er en ég veit ekki hversu lengi umfjöllun um skriðuna verður í fjölmiðlum.
Uppfærsla 1
Rúv hefur sent frá sér nýja frétt með myndbandi sem sýnir stærð skriðunnar og hvernig staðan er þarna núna.
Enn vatnsrennsli úr aurskriðunni og grannt fylgst með
Útfösun auglýsinga Amazon
Ég hef ákveðið að hætta með auglýsingar frá Amazon. Ástæðan er sú að ég fæ ekkert borgað fyrir þessar auglýsingar. Hvað kemur í staðinn er ekki alveg ljóst en hægt verður að kaupa auglýsingar beint af mér fyrir þessa síðu þar sem ég er kominn með auglýsingakerfi sem er einfalt að vinna með. Þetta er ennþá í vinnslu hjá mér og verður nokkrar vikur í viðbót á þeim stað.
Grein uppfærð þann 8-Október-2020 klukkan 14:23.